Um okkur

Um okkur

Meistarafélag Suðurlands er félag meistara og fyrirtækja í löggiltum byggingargreinum á Suðurlandi, í Árnes- Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu. Félagsmenn eru aðallega í byggingariðnaði.


Markmið félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og stuðla að faglegum vinnubrögðum í greininni. Félagið vinnur meðal annars að aukinni menntun, verkkunnáttu og vandvirkni í byggingariðnaði og er félagsmönnum til aðstoðar í öllu sem viðkemur atvinnurekstri þeirra.


Meistarafélag Suðurlands hefur komið sér upp sinni eigin gæðahandbók. Félagið og aðildarfyrirtæki þess eru aðilar að Samtökum iðnaðarins sem eru heildarsamtök iðnaðarins í landinu með rúmlega 1300 fyrirtæki innan sinna raða, bæði stór og smá, þar á meðal öll helstu bygginga- og verktakafyrirtæki landsinsStjórn Meistarafélags Suðurlands

 


Formaður              Valdimar Bjarnason              8978960

Varaformaður        Sigurður Sigurjónsson          6923832

Gjaldkeri               Valur Örn Gíslason               8996006

Ritari                    Guðlaugur Stefánsson          8937270

Meðstjórnandi       á eftir að skipa í stað Sveins Sigurðssonar

Meðstjórnandi       Baldur Pálsson                     8989100

Samtök iðnaðarins c/o Meistaraafélag Suðurlands Borgartún 35 - 105 Reykjavík