35% ENDURGREIDDUR VSK.

Meistarafélag Suðurlands vekur athygli á að heimilt er að óska eftir 35% endurgreiðslu virðisaukaskatts af allri vinnu iðnaðarmanna sem unnin er á byggingastað. 

Hvernig fæ ég endurgreitt?

Það er einfalt að sækja um endurgreiðslu virðisaukaskattsins. Eyðublað má nálgast hjá skattstjórum eða á vef ríkisskattstjóra. Halda þarf til haga frumritum af öllum reikningum sem greiddir hafa verið vegna vinnu á byggingarstað. Reikningarnir þurfa að vera sundurliðaðir í efniskostnað annars vegar og vinnukostnað hins vegar.

Útfylltu eyðublaði og reikningum þarf að koma til skattstjóra í viðkomandi umdæmi sem endurgreiðir virðisaukaskattinn.

Eyðublöð

Ef um er að ræða vinnu við nýbygginu þarf að fylla út eyðublað RSK 10.17 hér.

Ef um er að ræða vinnu við viðhald eða endurbætur á húsnæði þarf að fylla úteyðublað RSK 10.18 hér.